fbpx
Pressan

Ebólufaraldur í Kongó hefur orðið 17 að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 21:30

Ebólu vírus. Mynd:Wikimedia Commons

Ebólufaraldur herjar nú í bænum Bikoro í norðvesturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. 17 hafa látist af völdum veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í landinu sem segja faraldurinn skapa neyðarástand innanlands og hafa áhrif á alþjóðavettvangi.

21 hefur greinst með veiruna og 17 af þeim eru látnir. Þetta er níundi ebólafaraldurinn í landinu síðan 1976 þegar fyrst var staðfest að ebóla hefði gosið upp.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO staðfestir að ebóla hafi fundist í tveimur blóðsýnum af fimm sem tekin voru úr sjúklingum. WHO vinnur að því ásamt stjórnvöldum í Kongó að bregðast við faraldrinum. Ein milljón dollara hefur verið sett í neyðarsjóð vegna faraldursins og rúmlega 50 sérfræðingar hafa verið kallaðir til starfa með yfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein