fbpx
Pressan

Ráðleggja ungum stúlkum að stinga skeið niður í nærbuxurnar – Getur forðað þeim frá hörmungum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 07:31

Mynd:Wikimedia Commons

Flesta hlakkar til sumarfrísins en þó ekki alla. Í Svíþjóð óttast margar stúlkur af ættum innflytjenda þennan árstíma því þá er gjarnan farið í frí til heimalands foreldranna. Sænsk yfirvöld telja að þessar ferðir séu oft notaðar til að neyða stúlkur í hjónabönd eða umskera þær en það er bannað í Svíþjóð. Til að reyna að koma í veg fyrir þetta hafa yfirvöld í Gautaborg, næststærstu borg Svíþjóðar, nú hrundið af stað herferð. Meðal þess sem stúlkurnar er ráðlagt að gera er að stinga skeið ofan í nærbuxur sínar áður en komið er á flugvöllinn.

Gautaborgarpósturinn hefur eftir Katarina Idegård, verkefnastjóra í málum er varða svokallað heiðursofbeldi og kúgun, að hættan á að stúlkur lendi í þessu aukist alltaf þegar frí er í skólum og þá sérstaklega í sumarfríinu.

Eins og fyrr segir er stúlkum, sem óttast að neyða eigi þær í hjónaband eða umskera, ráðlagt að stinga skeið ofan í nærbuxur sínar áður en þær fara í vopnaleit á flugvöllum.

„Ef skeið er í nærbuxunum fer viðvörunarkerfi vopnaleitarhliða á flugvöllum í gang. Þá er fólk tekið afsíðis inn í herbergi og þar geta stúlkurnar sagt starfsfólkinu ef verið er að þvinga þær til einhvers. Þetta er síðasta tækifæri þeirra til að láta yfirvöld vita.“

Er haft eftir Idegård.

Hugmyndin að baki þessu er upprunnin í Englandi og kom fram á sjónarsviðið fyrri 5-6 árum. Þá voru það stuðningssamtökin Karma Nirvana, sem aðstoða fórnarlömb nauðungarhjónabanda, sem ráðlögðu ungum stúlkum að setja skeið í nærfötin sín til að vopnaleitarhliðin færu í gang á flugvöllum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian frá 2013 sögðu samtökin að þetta ráð þeirra hafi komið í veg fyrir að margar stúlkur væru sendar úr landi og neyddar í hjónabönd.

Borgaryfirvöld hafa tekið upp samstarf við landamæralögregluna og flugvallaryfirvöld á Landvetter flugvellinum í borginni til að koma í veg fyrir ferðir sem þessar. Gautaborgarpósturinn hefur eftir Ann Jacobson, yfirmanni öryggismála á flugvellinum, að allir starfsmenn viti hvað það þýði ef einhver er með skeið í nærbuxunum. Þá sé viðkomandi að gera viðvart um að verið sé að flytja hann úr landi gegn vilja hans.

Samkvæmt tölum frá 2014 var talið að um 100.000 manns, yngri en 25 ára, sættu heiðurstengdri kúgun í Svíþjóð miðað við þær forsendur sem stjórnvöld gefa sér um hvað heiðurstengd kúgun er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein