fbpx
Pressan

Segir að lögmaður Trump hafi fengið háar fjárhæðir frá ríkum Rússa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 17:00

Michael Cohen fyrrum lögmaður Donald Trump. Mynd: Wikimedia Commons

Michael Cohen, lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, fékk að sögn hálfa milljón dollara frá fyrirtæki, sem rússneskur auðmaður sem tengist Vladímír Pútín Rússlandsforseta náið, á í kjölfar forsetakosninganna 2016. Þessu heldur Michael Avenatti, lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, fram. Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump á árunum 2006 og 2007.

Cohen hefur enn sem komið er ekki tjáð sig um staðhæfingar Avenatti um greiðslurnar. Avenatti segir að peningarnir hafi komið frá rússnesk-úkraínska auðmanninum Viktor Vekselberg en hann er einn af auðugustu mönnum Rússlands.

Ekki hefur komið fram fyrir hvað þessi greiðsla var.

Avenatti hefur ekki lagt nein gögn fram sem styðja þessa staðhæfingu hans og ekki er vitað á hverju hann byggir þetta.

CNN segir að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakar tengsl Trump við Rússa, hafi yfirheyrt Vekselberg um þessar greiðslur sem eiga að hafa borist frá fyrirtæki Vekselberg, Columbus Nova, til Cohen. Vekselberg var einnig spurður út í fjárframlög forstjóra Columbus Nova til kosningabaráttu Trump en forstjórinn, Andrew Intrater, er frændi Vekselberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein