fbpx
Pressan

Áhrif ferðamannaiðnaðarins á loftslagið eru meiri en talið var

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 17:00

Mynd: Wikimedia Commons

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að áhrif ferðamannaiðnaðarins á loftslagið eru meiri en áður var talið. Átta prósent af losun gróðurhúsalofttegunda eru vegna ferðalaga fólks. Þetta er fjórum sinnum meira en áður var talið.

The Independent skýrir frá þessu. Það voru vísindamenn við háskólann í Sidney sem birtu nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar á þessu í vísindaritinu Nature Climate Change. Þeir segja að sökudólgar þessarar miklu losunar gróðurhúsalofttegunda séu flugferðir, skemmtiferðaskip, verslun og matur á veitingastöðum sem selja innfluttan mat og drykkjarvörur.

Vísindamennirnir ráðleggja fólki að fljúga minna og greiða meira fyrir annan ferðamáta sem losar minni koltvísýring, til dæmis með járnbrautarlestum, ef það vill vernda umhverfið.

Arunima Mali, sem vann að rannsókninni, sagði við Videnskab.dk að rannsóknin sé umhugsunarefni. Það sé ekki nóg með að losun gróðurhúsalofttegunda sé fjórum sinni hærri en talið var, heldur hafi hún aukist á undanförnum árum

Sérfræðingar telja að ferðamannaiðnaðurinn muni vaxa um 4 prósent á ári á næstu árum. Það hefur samhliða aukna losun gróðurhúsalofttegunda í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein