fbpx
Pressan

Fjölskyldan hélt heimilislausu fólki sem þrælum og seldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 14:00

Rafael fjölskyldan. Mynd/Northumbria Police

Slóvakísk fjölskylda, búsett í Newcastle á Englandi, græddi háar fjárhæðir á að lokka heimilislaust fólk frá Mið-Evrópu til Englands. Þegar þangað var komið hélt fjölskyldan fólkinu sem þrælum og seldi sumt þeirra fyrir 200 pund. Aðrir voru látnir stunda vinnu en fjölskyldan hélt eftir launum þeirra.

Þetta kom fram í rétti í Teesside í síðust viku eftir því sem segir í Chronicle Live. Rafael fjölskyldan hélt persónuskilríkjum fólksins og hafði fullkomna stjórn á því. Fjölskyldan sá um að sækja um kennitölur fyrir fórnarlömb sín og tók til sín þær opinberu bætur sem fólkið fékk. Auk þess tók fjölskyldan lán í nafni fólksins.

Þegar fjölskyldan var handtekin reyndi ein konan að eyðileggja farsíma sinn en það tókst ekki. Í símanum fann lögreglan mynd af ferðatösku sem var troðfull af reiðufé.

Saksóknari sagði fyrir rétti að ekki hefði þurft að binda eða kefla fórnarlömbin því aðstæður þeirra gerðu það að verkum að þau voru mjög meðfærileg. Þau voru útlendingar í framandi landi, töluðu ekki málið og höfðu ekki aðgang að peningum. Þau voru háð Rafael fjölskyldunni sagði saksóknarinn.

Umrædd ferðataska.

Lögreglunni tókst ekki að fá fulla yfirsýn yfir hversu mikið fjölskyldan hafði upp úr krafsinu en telur að það hafi hlaupið á hundruðum þúsunda punda að lágmarki.

Bræðurnir Roman og Marian Rafael, 33 og 39 ára, voru taldir leiðtogar fjölskyldunnar. Þeir játuðu þrælahald og mansal fyrir dómi. Þeir voru dæmdir í 10 ára fangelsi.

Eiginkonur þeirra bræðra neituðu sök en voru dæmdar í 5 ára fangelsi hvor.

Móðir bræðranna, Ruzena Rafaelova, var sakfelld fyrir peningaþvætti og mansal sem og 38 ára frændi þeirra og annar 17 ára. Sá 17 ára var dæmdur í tveggja ára fangelsi en móðirin og 38 ára frændinn voru dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein