fbpx
Pressan

Grimmdarlegt morð á lettneskri konu á Indlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 13:30

Indverskir lögreglumenn.

Óhugnanlegur fjöldi kynferðisbrotamála kemur upp ár hvert á Indlandi og oft eru fórnarlömbin myrt. Það á við í þessu máli þar sem lettneskri konu var gefið róandi lyf, henni nauðgað og að lokum skorin á háls. Konan var stödd á Indlandi ásamt systur sinni.

Liga Skromane, 33 ára, fór til Indlands í febrúar ásamt systur sinni. Liga þjáðist af áfallastreitu og ætlaði að leita sér óhefðbundinna lækninga á Indlandi. Hún sást síðast á lífi 14. mars þegar hún var á leið niður á strönd. Systir hennar, Ilza, vissi ekki að Liga ætlaði á ströndina og tilkynnti hvarf hennar til lögreglunnar þegar hún fór að sakna hennar.

Þar var síðan þann 20. apríl sem lík Liga fannst í skógi í Kerela-héraðinu. Lögreglan skýrði þá frá því að Liga hefði verið gefið róandi lyf, nauðgað og skorin á háls þegar hún barðist á móti ofbeldismönnunum. Hún var síðan hengd upp á fótunum í tré.

CBS hefur eftir talsmönnum lögreglunnar að síðar hafi höfuðið dottið af líkinu eftir að rotnun þess var hafin.

Ofbeldismennirnir höfðu reynt að haga málum þannig að það liti út fyrir að Liga hefði framið sjálfsvíg en þeim tókst ekki að blekkja lögregluna. Lögreglan hefur nú handtekið tvo menn vegna málsins. Þeir eru þekktir fíkniefnasalar og hafa áður verið undir smásjá lögreglunnar vegna gruns um að hafa beitt karla og konur kynferðislegu ofbeldi. Lögreglan útilokar ekki að fleiri hafi komið að ódæðisverkinu.

Liga verður jarðsett í Kerala á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein