fbpx
Pressan

Hald lagt á 2,6 milljónir E-tafla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 10:11

MDMA töflur.

2,6 milljónir E-tafla og rúmlega 6 tonn af hassi var meðal þess sem danska lögreglan haldlagði á síðasta ári. 2016 var einnig gott ár hvað varðar árangur lögreglunnar í baráttunni gegn fíkniefnum en þá var lagt hald á mikið magn af hassi, amfetamíni og kókaíni.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni danska ríkislögreglustjóraembættisins að þessi góði árangur byggist á nokkrum atriðum. Árvekni og dugnaður lögreglumanna spili þar stórt hlutverk en einnig þurfi smávegis heppni að fylgja með.

Magnið af hassi og E-töflum, sem var haldlagt á síðasta ári, er það mesta sem lagt hefur verið hald á í 20 ár. Mikið magn af því hassi sem var haldlagt var tekið í Kristjaníu.

Mikil leynd hvílir yfir E-töflumálinu og hefur lögreglan ekki viljað upplýsa neitt um það nema að þetta mikla magn hafi verið haldlagt í einni aðgerð í Kaupmannahöfn en hvar og hvenær fæst ekki enn uppgefið.

Hald var lagt á 34 kg af MDMA en það efni varð 17 ára pilti að bana á síðasta ári en vinur hans lifði neysluna af. Talsmaður lögreglunnar sagði að neysla á efnum eins og MDMA fari vaxandi en á móti virðist vera að draga úr neyslu á heróíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein