fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Hjúkrunarfræðingur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sjúklingi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

33 ára danskur hjúkrunarfræðingur á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa naugða konu sem lá á sjúkrahúsinu. Hann á einnig að greiða konunni sem nemur um 1,2 milljónum íslenskra króna í bætur.

Undirréttur í Kaupmannahöfn kvað upp dóm í málinu á föstudaginn. Dómarinn sagði að það sé til refsiþyngingar að maðurinn hafi brotið af sér í starfi sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi. Dómurinn lagði áherslu á að framburður konunnar hafi verið nákvæmur og trúverðugur auk þess sem sannanir fyrir nauðgun fundust.

Maðurinn var einnig sviptur rétti til að starfa sem hjúkrunarfræðingur. Hann áfrýjaði dómnum og krefst sýknu og að fá að halda starfsréttindum sínum.

Nauðgunin átti sér stað aðfaranótt 9. desember á síðasta ári. Konan, sem er 24 ára, var þá flutt með sjúkrabifreið á Ríkissjúkrahúsið. Hún var ölvuð og fór að líða mjög illa. Hún var lögð í rúm á sjúkrahúsinu. Sjálf sagði hún fyrir dómi að líkami hennar hafi verið lamaður en hún hafi heyrt hvað var sagt í kringum hana. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Hjúkrunarfræðingurinn hóf að rannsaka konuna og kanna hvort hún væri meidd, hann mældi einnig blóðþrýsting hennar og púls og lagði hana í læsta hliðarlegu. En hvað gerðist næst voru málsaðilar ekki sammála um fyrir dómi.

Konan segir að hjúkrunarfræðingurinn hafi nauðgað henni inni á stofunni en þar voru tveir aðrir sjúklingar. Þessu neitar hjúkrunarfræðingurinn. Hann sagði að „freistingin“ hafi borið hann ofurliði þegar hann var að rannsaka konuna og hann hafi snert líkama hennar með fingrum og getnaðarlim sínum en hafi ekki sett liminn inn í leggöng hennar. Hann viðurkenndi að hafa brotið gegn blygðunarsemi konunnar en hafi sjálfur áttað sig á hvað hann var að gera og hafi hætt því snarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk