fbpx
Pressan

Ísrael og Íran takast á – Flugskeytum skotið á báða bóga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 04:52

Frá Gólanhæðum. Mynd:Wikimedia Commons

Snemma í morgun var mörgum flugskeytum skotið á stöðvar ísraelska hersins í Gólanhæðum. Ísraelsher segir að það hafi verið íranskt herlið, sem er staðsett í Sýrlandi, sem stóð á bak við árásina. Ísraelsher hefur svarað árásinni með flugskeytaárásum á skotmörk nærri Damaskus.

Talsmaður ísraelska hersins sagði að minniháttar tjón hefði orðið á Gólanhæðum í flugskeytaárásinni en 20 flugskeytum var skotið á hæðirnar. Fjögur flugskeyti voru skotin niður af ísraelska loftvarnarkerfinu og hin 16 lentu á sýrlensku yfirráðasvæði. Ísraelsher skaut flugskeytum á stöðvar íranshers nærri Damaskus í hefndarskyni.

Dagblaðið Haaretz hefur eftir ísraelskum embættismanni að átökin séu þau mestu síðan Ísrael og Sýrland skrifuðu undir vopnahléssamning 1974.

Sýrlenskur heimildarmaður sagði að flugskeyti frá Ísrael hefðu hæft skotfærageymslur, radarstöðvar og loftvarnarbyssur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein