fbpx
Pressan

Lengsta skemmtiferðasigling í heimi: 59 lönd (Ísland þar á meðal) á 245 dögum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 10. maí 2018 22:00

Því er haldið fram að um sé að ræða lengstu skemmtiferðasiglingu í heimi og skyldi kannski engan undra. Skemmtiferðaskipið Viking Sun leggur af stað í ágúst á næsta ári í siglingu sem mun taka 245 daga. Pláss er fyrir 930 farþega í skipinu sem mun ferðast til 59 landa.

Mail Online fjallaði um þessa siglingu á dögunum og þar kom fram að kostnaður hvers farþega væri að minnsta kosti 67 þúsund pund, rúmar níu milljónir króna. Skipið mun leggja af stað frá Greenwich þann 31. ágúst á næsta ári og kemur það aftur til hafnar í Greenwich þann 2. maí árið 2020.

Frá Englandi er ferðinni heitið til Írlands, svo Noregs, Íslands, Grænlands, Kanada, Bandaríkjanna, Bermúda, Puerto Ríkó og Panama áður en farið er suður fyrir syðsta odda Suður-Ameríku og komið við í löndum á borð við Brasilíu, Úrúgvæ, Chile, Argentínu og Perú. Siglt er að vesturströnd Bandaríkjanna og þaðan er haldið yfir Kyrrahafið og komið við á fjölmörgum eyjum þar áður en siglt er til Ástralíu. Farið er um Asíu, Indlandshaf og í gegnum Súes-skurðinn til Egyptalands og Jórdaníu til dæmis. Siglt er um Miðjarðarhafið; til Ítalíu, Spánar og svo Portúgals áður en komið er til hafnar á Englandi.

Sem fyrr segir kostar ódýrasta farið um níu milljónir en hægt er að greiða meira fyrir sérstaka þjónustu og betri herbergi. Ein forsetasvíta er um borð í skipinu og geta hjón reiknað með að þurfa að borga 30 milljónir króna fyrir hana. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að þegar sé búið að bóka svítuna. Skipið er búið ýmsum þægindum; tveimur rúmgóðum sundlaugum, líkamsræktarstöð og heilsulind svo nokkur dæmi séu tekin.

Mynd: Mail Online
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein