fbpx
Pressan

Obama varar við stríði í Miðausturlöndum – Er Trump með áætlun B?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 06:58

Samningahópurinn um kjarnorkumál Íran. Mynd; Wikimedia Commons

Á sama tíma og vinir og fjandmenn gagnrýndu ákvörðun Donald Trump um að segja upp kjarnorkusamningnum við Íran geislaði ánægjan af tveimur mönnum í innsta hring forsetans. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, réðu sér nánast ekki af gleði yfir þessari ákvörðun. En Barack Obama, forveri Trump á forsetastólnum, er ekki jafn hrifinn og segir að án samningsins geti Bandaríkin staðið frammi fyrir vali um hvort Íran verði kjarnorkuveldi eða hvort stríð brjótist út í Miðausturlöndum.

Bolton sagði í samtali við Wall Street Journal að með uppsögn samningsins hafi Bandaríkin búið til nýja stöðu sem er hægt að nota til að trufla fyrirætlanir Írana um að skapa ójafnvægi í Miðausturlöndum. Pompeo sagði í yfirlýsingu að með nýjum refsiaðgerðum muni Bandaríkin einangra Íran efnahagslega og diplómatískt til að eyða ógninni sem stafar af landinu.

Trump hefur aldrei farið leynt með að málefni Íran snúist ekki aðeins um „versta og spilltasta samning sögunnar“ um kjarnorkuvopn. Hann vill ekki aðeins nýjan samning um kjarnorkuvopn, draumur hans er að gera út af við klerkastjórnina í Íran. Það er einnig þyrnir í augum Trump að samningurinn við Íran er talinn vera eitt stærsta pólitíska afrek Obama en verk Obama eru honum almennt þyrnir í augum.

Er einhver áætlun B?

En hvað gerist ef leiðtogar Íran láta ekki undan Trump og semja upp á nýtt um að þeim sé að eilífu bannað að þróa kjarnorkuvopn og flugskeyti sem geta styrkt stöðu Íran í þessum heimshluta? Hvað gerist ef Íranir byrja aftur að auðga úran og banna eftirlitsmönnum SÞ að fylgjast með?

Er Trump með einhverja áætlun B? Þessu hafa evrópskir leiðtogar spurt að sem og leiðarahöfundar flestra bandarískra dagblaða.

Aldrei þessu vant steig Barack Obama fram á sjónarsviðið og tjáði sig um stefnu Trump en Obama hefur að mestu haldið sig til hlés síðan Trump tók við. Í færslu á Facebook sagði Obama að ákvörðun Trump væri alvarleg mistök. Hann lagði áherslu á að markmið samningsins hafi aldrei verið að leysa öll þau vandamál sem framferði Íran orsakar.

„Án samningsins geta Bandaríkin staðið frammi fyrir vali á milli þess að Íran verði kjarnorkuveldi eða stríðs í Miðausturlöndum.“

Skrifaði Obama og tók þar með undir með evrópskum leiðtogum.

Írönsk stjórnvöld tóku fréttunum frekar rólega en þess er vænst að ákvörðunin muni veikja stöðu Hassan Rouhani, forseta, og styrkja stöðu harðlínumanna í klerkastjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein