fbpx
Pressan

Óttast deilur og átök – Sænskri mosku heimilað að kalla til bæna með hátölurum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 14:00

Moskan í Växjö. Mynd:YouTube

Moskan í Växjö í Svíþjóð hefur fengið bráðabirgðaheimild til að kalla til bæna með hátölurum. Þetta hefur vakið mikla athygli og skyndilega varð þessi höfuðstaður Smálanda miðpunktur umræðunnar í Svíþjóð.

Allt hófst þetta með að Växjö Muslim Foundations samtökin hafa fengið heimild hjá lögreglunni til að nota hátalara þegar kallað er til bæna. Fyrsta bænakallið verður sent út á föstudaginn og mun vara í rúmar fjórar mínútur.

Skoðanir um þetta eru skiptar hjá stjórnmálamönnum, bæði á landsvísu og í Växjö. Anna Tenje, bæjarfulltrúi Moderaterna, segir að hún telji ekki að bænaköllin muni styrkja samþættinguna í bænum. Þess í stað verði þau til að auka á andstæðurnar í samfélaginu.

Kristilegir demókratar eru þeirrar skoðunar að ekki eigi að vera löglegt að kalla til bæna með hátölurum utan á moskum. Stefan Löfven, forsætisráðherra, hefur ekki viljað taka afstöðu til málsins og segir að það eigi að vera í valdi hvers sveitarfélags að taka ákvörðun um mál sem þessi.

Lögreglan telur ekkert standa í vegi fyrir að nota megi hátalara til að kalla til bæna í moskunni.

Leyfið gildir í einn mánuð til að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein