fbpx
Pressan

Rétthafar fá ekki upplýsingar hjá símafyrirtækjum um netnotkun fólks – Geta lítið aðhafst gegn ólöglegu niðurhali

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 11:00

Nú verður erfiðara fyrir dönsk lögmannsfyrirtæki, sem starfa fyrir rétthafa kvikmynda og tónlistar, að finna þá sem horfa á höfundarréttarvarið efni eða hlusta á höfundarréttarvarða tónlist án þess að greiða fyrir. Eystri landsréttur kvað upp dóm í slíku máli á mánudaginn. Málið er talið hafa mikið fordæmisgildi og sker úr um möguleikana til að hafa uppi á þeim sem sækja sér höfundarréttarvarið efni án þess að greiða fyrir það.

Samkvæmt dönskum lögum eiga símafyrirtæki og aðrir sem selja aðgang að internetinu að geyma upplýsingar um netnotkun viðskiptavina sinna í nokkur ár. Þessi gögn vill lögmannsfyrirtækið Copyright Collections Ltd fá afhent. En bæði Telia og Telenor neituðu að afhenda fyrirtækinu þessi gögn og sögðu það brjóta gegn rétti fólks til friðhelgi einkalífsins. Samtök danskra símafyrirtækja sögðu starfsaðferðir Copyright Collections vera „mafíuvinnubrögð“ en fyrirtækið hefur sent út þúsundir hótunar- og innheimtubréfa á grundvelli upplýsinga frá símafyrirtækjum.

Í undirrétti sigraði Copyright Collections og dómurinn kvað upp úr með að símafyrirtækin ættu að afhenda þessar upplýsingar þar sem hagur rétthafa af að stöðva ólöglegt áhorf og hlustun væri meiri en réttur fólks til friðhelgi einkalífsins.

Þessu er Eystri landsréttur ekki sammála og á mánudaginn tók hann undir með símafyrirtækjunum og því þurfa þau ekki að afhenda þessar upplýsingar í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein