fbpx
Pressan

Þriggja ára barn étið af hlébarða í þjóðgarði í Úganda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 12:30

Mynd:Wikimedia Commons

Hlébarði réðst á þriggja ára dreng, Elisha Nabugyere, í Queen Elizabeth þjóðgarðinum á föstudaginn og varð honum að bana og át hann. Starfsmenn þjóðgarðsins leita nú að hlébarðanum til að drepa hann en óttast er að hann ráðist aftur á fólk þar sem hann sé nú kominn á bragðið með að éta fólk.

Móðir Elisha, Doreen Ayera, starfar í þjóðgarðinum. Hún skildi Elisha eftir hjá barnfóstru í höfuðstöðvum þjóðgarðsins en þar er aðstaða til barnagæslu en engin girðing. Sky segir að talsmaður þjóðgarðsins hafi sagt að Elisha hafi elt barnfóstruna þegar hún fór úr aðalbyggingunni yfir í eldhúsið. Hún hafi ekki tekið eftir því að hann elti hana.

Hlébarðinn lá í leyni og réðst á drenginn og dró hann inn í runna. Þjóðgarðsverðir hófu þegar leit að Elisha en fundu ekki. Næsta morgun fundu þeir höfuðkúpu hans undir tré.

Talsmaðurinn sagði að þjóðgarðsverðir leiti hlébarðans nú því hann hafi nú bragðað mannablóð og gæti ráðist aftur á fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein