fbpx
Pressan

Eurovision segir upp samningi við kínverska sjónvarpsstöð – Ritskoðaði útsendingu frá fyrra undanúrslitakvöldinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. maí 2018 06:17

Ari Ólafsson keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision á seinasta ári

Kínverska sjónvarpsstöðin Mango TV fær ekki að sýna frá úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Þetta hefur European Broadcasting Union (EBU) tilkynnt. Ástæðan er að þegar sjónvarpsstöðin sýndi frá fyrra undanúrslitakvöldinu ritskoðaði hún tvö atriði. Annað atriðið var frá Albaníu en söngvarinn Eugent Bushpepa þótti of húðflúraður fyrir smekk kínverska stjórnvalda. Þá fór atriði Írlands mjög fyrir brjóstið á kínversku ritskoðendunum þar sem það fjallar um ástarsamband tveggja samkynhneigðra karlmanna.

Að auki voru regnbogafánar afmáðir úr útsendingu Mango TV. Allt sem hefur með samkynhneigða og þá að gera sem ekki eru gagnkynhneigðir þykir ekki ásættanlegt í Kína og er ritskoðun óspart beitt til að koma í veg fyrir að Kínverjar sjái að ekki eru allir steyptir í sama mót þegar kemur að kynhneigð.

Í fréttatilkynningu frá EBU segir að þessi ritskoðun sé ekki í samræmi við gildi EBU þar sem áhersla er lögð á að fagna fjölbreytileikanum í gegnum tónlist. Það sé því ekki annað að gera en slíta samstarfinu við kínversku sjónvarpsstöðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein