fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Fimm af æðstu leiðtogum Íslamska ríkisins handteknir – Símaapp varð þeim að falli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. maí 2018 04:39

Fjórir hinna handteknu. Mynd:Íraska sjónvarpið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm af æðstu leiðtogum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) voru handteknir á landamærum Sýrlands og Íraks í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandalagsþjóðum undir forystu Bandaríkjanna. Það var farsímaapp sem varð leiðtogunum fimm að falli.

Ryan Dillon, hershöfðingi, segir að handtökurnar séu mikið áfall fyrir IS. Það voru íraskir sérsveitarmenn sem handtóku fimmmenningana á landamærunum. Leiðtogarnir höfðu verið lokkaðir þangað með fölskum skilaboðum sem voru send í gengum dulkóðaða spjallforritið Telegram sem liðsmenn IS nota mikið til samskipta.

Skilaboðin voru send úr síma sem var í eigu Ismail al-Eithawi en hann var helsti aðstoðarmaður Abu Bakr al-Baghdadi leiðtoga IS og sjálfskipaðs kalífa í ríki hryðjuverkasamtakanna.

Meðal þeirra sem voru handteknir er Saddam Jamal sem var áður héraðsstjóri IS í austurhluta Sýrlands.

Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði að íraskar öryggissveitir ættu heiðurinn af handtökunum.

Abu Bakr al-Baghdadi hefur ekki enn verið handtekinn og óvíst er hvort hann er lífs eða liðinn. Rússar sögðu að hann hefði látist í loftárás á Raqqa á síðasta ári en Bandaríkjamenn segja það ólíklegt. Talið er að ef al-Baghdadi er á lífi þá leynist hann á landamærasvæðinu á milli Sýrlands og Íraks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk