fbpx
Pressan

Innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda kosta Dani 530 milljarða árlega – Ávinningur af innflytjendum frá Vesturlöndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. maí 2018 07:49

Flóttamenn í Danmörku.

Innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda og afkomendur þeirra eru kostnaðarsamir fyrir Dani. Á hverju ári nemur nettókostnaður hins opinbera vegna þessa hóps 33 milljörðum danskra króna en það svarar til um 530 milljarða íslenskra króna. Ekki er útlit fyrir að þessi kostnaður lækki fram til aldamóta. Þetta kemur fram í nýrri fjárhagsáætlun danska fjármálaráðuneytisins.

Kristian Jensen, fjármálaráðherra, segir að þessi mikli kosntaður sé að mestu vegna lítillar atvinnuþátttöku þessa þjóðfélagshóps. Hann segir að þetta sýni að það er dýrt fyrir Danmörku að aðlögun og samþætting innflytjenda að samfélaginu sé ekki góð.

„Þegar of margir innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda og afkomendur þeirra vinna ekki þá enda þeir með að vera kostnaður fyrir samfélagið í staðinn fyrir að leggja sitt af mörkum. Verkefni okkar er að koma þessu fólki af opinberri framfærslu í vinnu því við vitum að þannig bætum við danskan efnahag.“

Hefur TV2 eftir ráðherranum.

Ávinningur af innflytjendum frá Vesturlöndum

Í skýrslunni kemur fram að allt önnur staða er uppi varðandi innflytjendur frá Vesturlöndum og afkomendur þeirra. Nettóávinningur samfélagsinsi vegna þeirra er allt að 15 milljarðar danskra króna á ári.

Það verður þó að setja þann fyrirvara við þessar tölur að ef þær eiga að haldast óbreyttar á næstu árum og áratugum verður atvinnuþátttaka þessara hópa að vera sú sama og í dag.

Ef munurinn á atvinnuþátttöku innflytjenda frá ríkjum utan Vesturlanda og Dana dregst saman um 20 prósent minnkar kostnaður hins opinbera um sex milljarða danskra króna á ári eftir því sem segir í tilkynningu frá danska fjármálaráðuneytinu.

Kristian Jensen segir fulla ástæðu til bjartsýni enda hafi tekist að koma miklu fleiri flóttamönnum og fjölskyldum þeirra inn á vinnumarkaðinn á undanförnum árum en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein