fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ljóst hverjir mætast á lokakvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. maí 2018 05:57

Michael van Gerwin og Gary Anderson. Mynd:MATCHROOM/UNIBET

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var lokaumferð úrvalsdeildarinnar í pílukasti og fór hún fram í Aberdeen í Skotlandi. Í úrvalsdeildinni mætast 10 bestu pílukastarar heims og keppa í 15 vikur um fjögur laus sæti á lokakvöldinu en þeir spila einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum. Eftir 9 vikur duttu tveir neðstu keppendurnir út en hinir héldu áfram.

Niðurstaðan liggur nú fyrir og eins og margir áttu von endaði Hollendingurinn Michael van Gerwin í efsta sæti riðlakeppninnar með 23 stig. Hann sigraði í 11 af 16 leikjum, gerði 1 jafntefli og tapaði 4 leikjum. Gerwin sigraði í deildinni 2016 og 2017 og á því titil að verja. Hann er af flestum talinn besti pílukastari heims í dag og trónir á toppi heimslistans.

Í öðru sæti riðlakeppninnar var Michael Smith sem sigraði í 9 leikjum, gerði 2 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Smith hefur komið á óvart í vetur og hefur spilað af miklu öryggi.

Í þriðja sæti endaði Gary Anderson sem sigraði í 8 leikjum, gerði 3 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Anderson átti á brattann að sækja í upphafi tímabilsins en sótti síðan í sig veðrið og vann góða sigra. Hann vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016.

Í fjórða sæti riðilsins endaði heimsmeistarinn sjálfur, Rob Cross, en hann var með sama vinningshlutfall og Anderson.

Úrslitin verða næsta fimmtudag í O2 höllinni í Lundúnum. Þar mætast Michael van Gerwin og Rob Cross í undanúrslitum en þeir mættust einmitt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í vetur. Þar bar Cross sigur úr býtum og var það fyrsti sigur hans á stórmóti og það á fyrsta ári hans sem atvinnumaður í pílukasti en hann hafði starfað sem rafvirki áður en hann hellti sér af fullum krafti út í pílukast.

Gary Anderson og Michael Smith mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Þeir eru nánir vinir og má segja að Anderson sé lærimeistari Smith. Það heldur þó aldrei aftur af þeim þegar þeir mætast á sviðinu.

Sigurvegarar í þessum tveimur undanúrslitaleikjum mætast síðan í síðasta leik kvöldsins og etja kappi um úrvalsdeildartitilinn og þau 250.000 pund sem sigurvegarinn fær í verðlaun.

Lokastaðan í deildinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?