fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Brasilíska lögreglan drap rúmlega 5.000 manns á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. maí 2018 19:00

Brasilískur lögreglumaður. Mynd:Governo do Rio de Janeiro/Marcelo Horn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári drápu brasilískir lögreglumenn 5.012 manns en það er 19 prósenta aukning frá 2016. Á sama tíma létust 385 lögreglumenn við skyldustörf en það er 15 prósent fækkun frá 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var gerð í samvinnu brasilísku fréttaveitunnar G1, háskólans í Sao Paulo og stofnunar um opinbert öryggi.

Ofbeldisverkum hefur fjölgað í fátæktrarhverfum Rio de Janeiro á undanförnum árum. Þar voru morðin 26 prósent fleiri á síðasta ári en 2015. Skotárásir eru daglegt brauð í þessum hverfum. Ofbeldið er einnig byrjað að dreifast út frá fátæktrarhverfunum yfir í hverfi þeirra sem búa við meiri efni.

Af þessum sökum ákvað þing landsins í febrúar að herinn tæki að sér löggæslu í Rio de Janeiro, bæði ríkinu og samnefndri borg. Þetta er liður í aðgerðum til að reyna að stemma stigum við starfsemi glæpagengja og því ofbeldi sem þeim fylgir.

Morðtíðnin í Rio de Janeiro var 40 morð á hverja 100.000 íbúa á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“