fbpx
Pressan

Dómstóll bannar múslimskum kennara að bera höfuðklút við kennslu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. maí 2018 18:00

Þýsk kennslukona, sem er múslimi, var ósátt við að skólayfirvöld bönnuðu henni að hylja hár sitt með höfuðklút þegar hún sinnti kennslu í þýskum grunnskóla. Hún taldi bannið brjóta gegn stjórnarskrá sambandslýðveldisins og trúfrelsi hennar. Dómstóll í Berlín kvað upp dóm í málinu á miðvikudaginn og komst að þeirri niðurstöðu að bannið brjóti hvorki gegn stjórnarskránni né trúfrelsi konunnar.

Dómstóllinn lagði einnig áherslu á hin svokölluðu hlutleysislög, sem eru í gildi í Þýskalandi, en samkvæmt þeim mega opinberir starfsmenn ekki bera nein trúarleg tákn þegar þeir eru við störf.

Auk þess leit dómstóllinn til þess að konan hafði samþykkt þetta þegar hún var ráðin til starfa. Í dómsorði er tekið fram að trúað fólk megi gjarnan kenna í skólum í Berlín en það megi ekki bera merki um trú sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag