fbpx
Pressan

Íslömsk mynd sýnd í dönsku kvikmyndahúsi – Áhorfendum kynjaskipt í salnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. maí 2018 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Nýlega var íslamska kvikmyndin Last Chance sýnd í Cinemazz kvikmyndahúsinu á Fisketorvet í Kaupmannahöfn í Danmörku en salur hafði verið leigður undir sýningu myndarinnar. Mohamed Hoblos, umdeildur prédikari, talaði fyrir og eftir sýningu myndarinnar. Á fremstu bekkjunum sátu karlar en konur sátu aftast, margar íklæddar niqab eða með hárið hulið. Margar tómar sætaraðir voru á milli kynjanna. Flestir áhorfendanna voru ungir múslimar í merkjafatnaði en nokkrir í kyrtlum og með trúarlega hatta. Til að fá miða á myndina þurfti fólk að fara í röð og voru þær tvær, ein fyrir konur og ein fyrir karla.

Hoblos, sem er predikari, leikstjóri, leikari og forstjóri íslamska kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins One Path tók til máls fyrir sýningu myndarinnar sem er hans verk. Hann sagðist vonast til að myndin yrði góð upplifun og góð skemmtun. Hér væri um ákveðin tímamót að ræða.

„Í Ástralíu eru eiturlyf, afbrot og glæpagengi stórt vandamál. Þessi mynd er byggð á sönnum málum sem ég hef komið að sem imam.“

Sagði hann á ensku og kryddaði mál sitt með arabísku eftir því sem segir í umfjöllun Jótlandspóstsins.

Hoblos ferðast um með myndina og talar við áhorfendur fyrir og eftir sýningu. Hann stillti sér einnig upp til myndatöku með þeim sem óskuðu að sýningu lokinni en þó ekki konunum, hann vildi ekki láta mynda sig með þeim.

Naser Khader, talsmaður De Konservative í málefnum útlendinga, sagðist undrast að Hoblos hafi fengið að koma til Danmerkur þar sem hann væri haturspredikari sem hafi meðal annars sagt að það sé verra að missa af einni bænastund en að vera nauðgari.

Hoblos þvertekur fyrir að myndin sé áróðursmynd og segir hana snúast um að breiða út boðskap góðra gilda frekar en trú. Hann sagði það algjöra tilviljun að kynin hafi verið aðskilin í salnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein