Pressan

Dró unglingsstúlku inn í sund og ætlaði að nauðga henni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. maí 2018 08:00

Síðdegis á mánudaginn var unglingsstúlka dregin inn í sund í bænum Droiwith í Worcestershire á Englandi. Maðurinn sem dró hana þangað inn ætlaði að nauðga henni. Stúlkunni tókst að ná beittum hlut inni í sundinu og stakk árásarmanninn margoft í síðurnar, bakið og magann. Hún náði síðan að stinga af og skildi árásarmanninn eftir blóðugan og særðan.

Express.co.uk skýrir frá þessu. Þar segir að nú leiti West Mercia lögreglan að manninum en hann var horfinn af vettvangi þegar lögreglan kom þangað. Lögreglan reiknar með að maðurinn hafi særst illa við stungurnar.

Talsmaður lögreglunnar sagði að þetta hafi verið skelfileg lífsreynsla fyrir ungu stúlkuna og hafi vakið miklar áhyggjur í hverfinu. Mikilvægt sé að lögreglan hafi uppi á manninum sem fyrst. Lögreglan telur líklegt að maðurinn hafi leitað til læknis eða sjálfur reynt að gera að sárum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Raflost hefst í dag