fbpx
Pressan

Húðflúr á brjóstkassa orsakaði næstum alvarleg mistök í skurðaðgerð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. maí 2018 08:30

Húðflúr unga mannsins. Mynd:BMJ

Það getur varla verið hættulegt að vera með spilunartakka (play button) húðflúraðan á brjóstkassann? Það er hugsanlega það sem ungur breskur karlmaður hugsaði með sér þegar hann lét húðflúra sig. En þetta litla húðflúr orsakaði nærri alvarleg mistök þegar ungi maðurinn þurfti að fara í skurðaðgerð.

Maðurinn, sem er 23 ára, þurfti að fara í skurðaðgerð á öxl. Þegar skurðlæknarnir voru að undirbúa sig undir aðgerðina tóku þeir eftir húðflúrinu á brjóstkassanum. Húðflúrið er þess eðlis að læknarnir hefðu auðveldlega getað talið það vera merkingu á staðnum sem þeir ættu að gera aðgerðina á.

Í grein í the British Medical Journal kemur fram að húðflúrið hafi valdið „töluverðu uppnámi“ á skurðstofunni á St Georges sjúkrahúsinu í Lundúnum og „hefði hugsanlega geta valdið misskilningi um skurðaðgerðina“.

Aðgerðin tókst þó vel og skorið var í réttan stað á líkamanum.

„Foreldrar mínir sögðu mér alltaf að húðflúrin mín myndu kenna mér lexíu dag einn. Ég held ekki að þau hafi séð þetta fyrir sér. Það er gott að ég gat verið uppspretta ringulreiðar og vonandi menntunar.“

Sagði ungi maðurinn að aðgerðinni lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein