fbpx
Pressan

Segir að biðja eigi börn um leyfi áður en skipt er á þeim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. maí 2018 09:00

Ætli þessi veiti leyfi til bleiuskipta?

Samþykki er auðvitað mikilvægt við margar mismunandi aðstæður. Það eru þó örugglega ekki margir sem hafa hugsað út í að biðja börn um leyfi áður en skipt er um bleiu á þeim enda bleiubörn yfirleitt ekki komin til vits og ára.

En kynfræðslusérfræðingurinn Deanne Carson segir að mikilvægt sé að biðja börn um leyfi áður en skipt er á þeim. Hún á þó ekki von á að upp úr þessi kvikni góðar samræður eða að þeir fullorðnu fái svar. Þetta á að hennar sögn að gera til koma upp góðum samræðuvenjum síðar á lífsleiðinni.

Í samtali við ABC News sagði hún að hún vinni með börnum frá þriggja ára aldri og foreldrum allt frá fæðingu barna þeirra. Hún sagði að þessar hugmyndir hennar byggi á að skapa ákveðinn lífsstíl þar sem skoðanir og svör barnsins skipti máli á heimilinu.

Margir hafa tjáð sig um þetta á netinu og verður að segjast að flestum þykjar þessar hugmyndir Carson fáránlegar.

„Hvað verður næst? Þarf leyfi hjá hundinum til að fara með hann út að ganga?“

„Hversu lengi á barn að vera með kúkableiuna ef það neitar að láta skipta á sér?“

Eru meðal ummæla sem hafa fallið á netinu um þessar hugmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein