fbpx
Pressan

58 Palestínumenn drepnir og 2.700 særðir í mótmælum á Gaza í gær – Segja ábyrgðina liggja hjá Hamas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 03:34

Að minnsta kosti 58 Palestínumenn voru drepnir í mótmælum á landamærum Gaza og Ísraels í gær gegn opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 2.771 særðist að sögn palestínskra heilbrigðisyfirvalda. Ísraelsher skaut á mótmælendur á landamærunum þegar þeir söfnuðust þar til að mótmæla þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem og viðurkenningu Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Bandarísk stjórnvöld segja að Hamas samtökin beri alfarið ábyrgð á blóðbaðinu í gær.

Gærdagurinn var blóðugasti dagurinn á Gaza síðan 2014. Sky segir að samkvæmt frétt AP þá hafi Ísraelsmenn meðal annars notað skriðdreka til að skjóta á mótmælendur. Áður höfðu mótmælendur kastað eldsprengjum og grjóti í átt að hermönnum.

Talsmenn Ísraelshers segja að skotið hafi verið á hermenn og að sumir mótmælendur hafi reynt að brjótast í gegnum girðingar. Einnig segja þeir að hermenn hafi skotið þrjá Palestínumenn til bana þegar þeir voru að koma sprengju fyrir.

Palestínskir embættismenn segja að sex börn yngri en 18 ára hafi verið meðal þeirra sem féllu í gær. 225 börn og 79 konur eru sagðar hafa særst.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, fordæmi atburði gærdagsins og sagði að um „fjöldamorð“ hefði verið að ræða.

Talsmenn Hvíta hússins sögðu að Hamas samtökin beri ein ábyrgð á blóðbaðinu í gær en Hamas fer með völdin á Gaza. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum og ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein