fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Bylgja hópnauðgana í Malmö veldur ótta meðal íbúa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð rannsakar nú fimm hópnauðganir sem hafa átt sér stað í borginni frá því í nóvember. Nýjasta ofbeldisverkið var framið þann 1. maí þegar tvítugri konu var nauðgað af fjórum mönnum. Þeir hafa verið handteknir og sitja nú í gæsluvarðhaldi.

Expressen skýrir frá þessu. Þetta var fimmta hópnauðgunin sem tilkynnt var til lögreglunnar í borginni síðan í nóvember.

„Það sem er almennt hægt að segja um þessi mál er að þau eru oft flókin og rannsókn þeirra getur tekið langan tíma.“

Er haft eftir Nils Norling, talsmanni lögreglunnar í Malmö.

Það var þann 15. nóvember að tilkynnt var um fyrstu hópnauðgunina sem átti sér stað við Södervärn. Daginn eftir var tilkynnt um aðra í Sege Park. Mánuði síðar var 17 ára stúlku hópnauðgað á leikvelli í Sofielund. Aðfaranótt þriðja febrúar var konu nauðgað af tveimur 15 ára piltum. Þeir voru handteknir en hafa verið látnir lausir og eru nú í umsjá barnaverndaryfirvalda þar sem þeir eru of ungir til að sitja í varðhaldi. Nýjasta málið er síðan eins og áður kom fram frá 1. maí. Lögreglan segir að engin tengsl séu á milli málanna.

Málin hafa að vonum vakið mikinn óhug meðal borgarbúa og í lok árs 2017 setti lögreglan sérstakan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka þessi mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump