fbpx
Pressan

Bylgja hópnauðgana í Malmö veldur ótta meðal íbúa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 06:03

Mynd úr safni.

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð rannsakar nú fimm hópnauðganir sem hafa átt sér stað í borginni frá því í nóvember. Nýjasta ofbeldisverkið var framið þann 1. maí þegar tvítugri konu var nauðgað af fjórum mönnum. Þeir hafa verið handteknir og sitja nú í gæsluvarðhaldi.

Expressen skýrir frá þessu. Þetta var fimmta hópnauðgunin sem tilkynnt var til lögreglunnar í borginni síðan í nóvember.

„Það sem er almennt hægt að segja um þessi mál er að þau eru oft flókin og rannsókn þeirra getur tekið langan tíma.“

Er haft eftir Nils Norling, talsmanni lögreglunnar í Malmö.

Það var þann 15. nóvember að tilkynnt var um fyrstu hópnauðgunina sem átti sér stað við Södervärn. Daginn eftir var tilkynnt um aðra í Sege Park. Mánuði síðar var 17 ára stúlku hópnauðgað á leikvelli í Sofielund. Aðfaranótt þriðja febrúar var konu nauðgað af tveimur 15 ára piltum. Þeir voru handteknir en hafa verið látnir lausir og eru nú í umsjá barnaverndaryfirvalda þar sem þeir eru of ungir til að sitja í varðhaldi. Nýjasta málið er síðan eins og áður kom fram frá 1. maí. Lögreglan segir að engin tengsl séu á milli málanna.

Málin hafa að vonum vakið mikinn óhug meðal borgarbúa og í lok árs 2017 setti lögreglan sérstakan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka þessi mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein