fbpx
Pressan

Enn skolar mannsfótum á land – Sá fjórtándi fannst um helgina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 06:37

Mynd: British Columbia Coroners Service

Á sunnudaginn fannst mannsfótur, í skó, á strönd í Bresku Kólumbíu í Kanada. Það var maður sem var að viðra hundinn sinn sem fann fótinn innan um rekavið í fjörunni. Þetta er að sjálfsögðu óhugnanleg uppgötvun og það gerir hana enn verri að þetta er ekki í fyrsta sinn sem mannsfótur finnst á strönd í Bresku Kólumbíu.

New York Times skýrir frá málinu. Maðurinn var á gangi á strönd í fylkinu, sem er í suðvesturhluta Kanada, þegar hann fann fót sem var í göngustígvéli. Þetta er fjórtándi fóturinn sem fundist hefur á strönd í Bresku Kólumbíu síðan 2007. Hinir fæturnir voru allir í skóm, 12 í strigaskóm en einn í uppháum gönguskó.

Þetta er jafnframt í fjórtánda skipti sem sú spurning vaknar af hverjum fóturinn er og hvað gerðist. Þessara spurninga hefur verið spurt í gegnum árin þegar fætur hafa fundist á ströndunum og svörin eða kannski öllu heldur getgáturnar hafa verið margar og fjölbreyttar.

Því hefur meðal annars verið varpað fram að fæturnir séu af fórnarlömbum mansals, geðsjúkir fótaáráttuaðilar hafi aflimað fólk eða að raðmorðingi, sem sundurhlutar fórnarlömb sín, sé á kreiki.

Aðrar skýringar yfirvalda

Kanadísk yfirvöld hafa margoft vísað þessum kenningum á bug enda hefur lögreglunni, með aðstoð réttarmeinafræðinga, í flestum tilvikum tekist að finna út af hverjum fæturnir voru og hver dánarorsök fólksins var.

Fram að þessu hefur niðurstaðan verið að fæturnir hafi verið af fólki sem framdi sjálfsvíg, lenti í slysum þar sem það datt í sjóinn eða hafi verið á sundi þegar stór alda hreif það með sér.

Barb McLintock, réttarmeinafræðingur, sagði í samtali við The Washington Post 2016 að yfirvöld telji sig vita með nokkuð góðri vissu hvað gerðist í öllum málunum.

Auk þess hafa yfirvöld lagt áherslu á að fæturnir höfðu ekki verið aðskildir frá líkömunum á undarlega hátt. Það hafi verið eðlilegar og náttúrulegar orsakir fyrir að þeir losnuðu frá líkamanum því þeir hafi verið lengi í sjónum. Það að fæturnir hafi verið í skóm skýri hvers vegna þeir hafi varðveist nokkuð vel.

Lögreglan hefur borið kennsl á átta fætur af þeim fjórtán sem hafa fundist til þessa. Tveir voru af sömu manneskjunni. Flestir fæturnir voru af karlmönnum en þeir voru frá Kanada og öðrum ríkjum. Til dæmis fannst fótur í desember á síðasta ári sem reyndist vera af 79 ára karlmanni frá Washington í Bandaríkjunum en hann hvarf frá heimili sínu.

Enn hefur ekki verið skýrt frá hvort fóturinn sem fannst um helgina er vinstri eða hægri fótur eða hvort hinn fótinn af sömu manneskjunni hafi áður rekið á land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein