fbpx
Pressan

Hælisleitendur ætlaðu að fremja hryðjuverk í Kaupmannahöfn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 19:30

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Hælisleitandi frá Sýrlandi situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku en hann er grunaður um að hafa ætlað að ráðast að fólki á förnum vegi og stinga það og síðan sprengja sprengju. Maðurinn er 31 árs og er hælisleitandi í Svíþjóð. Hann var handtekinn skömmu fyrir jól og hefur setið í varðhaldi síðan. Lögreglan telur að hann sé samverkamaður 21 árs Sýrlendings, sem var nýlega dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi af þýskum dómstól, fyrir að undirbúa hryðjuverk í Kaupmannahöfn.

Lögreglan telur að mennirnir hafi ætlað að ráðast á vegfarendur í Kaupmannahöfn og stinga þá með hnífum. Síðan hafi þeir ætlað að sprengja eina eða fleiri sprengjur. Þetta fór út um þúfur þegar yngri maðurinn var handtekinn af þýsku lögreglunni þegar hann reyndi að fara yfir landamærin til Danmerkur. Hann var þá með 17.00 eldspýtur í fórum sínum, 17 rafhlöður, flugelda, sex talstöðvar og tvo eldhúshnífa.

Við réttarhöldin yfir manninum í Þýskalandi kom fram að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið höfðu komið mönnunum í samband við hvorn annan. Einnig voru lögð fröm gögn sem sýna samskipti mannsins við hryðjuverkasamtökin og að hann hafi lýst sig reiðubúinn til að myrða fólk í nafni samtakanna. Í dómsniðurstöðunni kom fram að ganga þyrfti út frá að mennirnir hafi ætlað að sprengja nokkrar sprengjur.

Jótlandspósturinn segir að líklegast hafi átt að vera um sjálfsvígsárásir að ræða. Yngri maðurinn var ekki með neinn farmiða aftur til Þýskalands þegar hann var handtekinn. Hann var heldur ekki með fatnað meðferðis og aðeins sáralítið reiðufé. Það styrkti mál ákæruvaldsins gegn honum að í farsíma hans fannst kveðjubréf sem og leiðbeiningar um sprengjugerð.

Maðurinn, sem nú situr í varðhaldi í Danmörku, neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein