fbpx
Pressan

Málverkið sem þótti of dónalegt seldist á rúma 16 milljarða

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 18:30

Málverk sem sýnir nakta konu seldist á uppboði í New York í gærkvöldi fyrir 157,2 milljónir Bandaríkjadala, rúma 16 milljarða króna.

Það var uppboðshúsið Sotheby‘s sem stóð fyrir uppboðinu á myndinni, Nu couche, sem er eftir ítalska listamanninn Amedeo Modigliani. Verk eftir Modigliani hafa þótt mjög eftirsótt meðal safnara á undanförnum árum og seldist til að mynda eitt verk eftir kappann, önnur nektarmynd, fyrir 170 milljónir dala árið 2015.

Myndin sem seldist í gærkvöldi var fyrst sýnd í París um aldamótin 1900 og þá þótti hún of gróf. Lögregla mætti á svæðið og lokaði sýningunni.

Modigliani, sem starfaði nær eingöngu í Frakklandi, lést árið 1920 úr berklum, 35 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein