fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Moska fékk leyfi til að kalla til bæna með hátölurum – Kirkja í sama bæ má ekki hringja kirkjuklukkum þegar messað er

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 21:30

Sankt Mikaels kirkjan í Växjö. Mynd:Sankt Mikaels församling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Pressan skýrði nýlega frá þá hefur moskan í sænska bænum Växjö fengið leyfi til að kalla til bæna með hátölurum. Leyfið gildir í mánuð til að byrja með og má kalla til bæna klukkan 12.00 á föstudögum með hátölurum utan á moskunni. Ekki eru allir sáttir við þetta og skiptast bæjarbúar í fylkingar í málinu. Í kjölfar frétta af þessu steig Ingvar Fogelqvist, prestur kaþólskra í bænum, fram og ræddi við fjölmiðla. Hann sagðist vera hissa á að kalla mætti til bæna í moskunni með hátölurum því kaþólska kirkjan í bænum hafi ekki fengið heimild til að hringja kirkjuklukkum þegar messað er á sunnudögum.

Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu, þar á meðal Expressen og Smålandsposten.

„Okkur finnst þetta óréttlátt.“

Sagði Fogelqvist í samtali við Expressen og bætti við að þegar kaþólska Sankt Mikaels kirkjan í bænum sótti um leyfi fyrir 10 árum til að hringja kirkjuklukkum í tengslum við messur á sunnudögum hafi umsókninni verið hafnað á þeim grundvelli að klukknahringingin gæti truflað íbúa í nærliggjandi hverfi.

„Það heyrist auðvitað vel í kirkjuklukkunum en ekki mjög langt.“

Sagði Fogelqvist og bætti við að hann undrist að moskan hafi fengið já en kirkjan nei.

„Skyndilega gilda greinilega nýjar reglur. Okkur finnst þetta svolítið óréttlátt. Við íhugum nú að senda inn nýja umsókn um að fá að hringja kirkjuklukkunum.“

Sagði hann.

Heitar umræður hafa verið í Växjö um bænaköllin og heimild til þeirra. Bent hefur verið á að bænaköllin trufli fólk því þau séu mjög há. Leyfið er skilyrt þannig að hljóðstyrkurinn má ekki fara yfir 45 desibel í nærliggjandi húsum og ekki yfir 110 desibel utandyra.

Auk moskunnar í Växjö hafa moskur í Fittja í Borkyrka og í Kungsmarken í Karlskrona leyfi til að kalla til bæna með hátölurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?