fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Stórfyrirtækið UPS varð fyrir barðinu á einföldu en snilldarlegu svindli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 22:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi sér flutningafyrirtækið UPS um að koma milljónum pakka og bréfa til viðtakenda um allan heim. Nýlega varð fyrirtækið fyrir barðinu á einföldu en snilldarlega útfærðu svindli sem ekki komst upp um í töluverðan tíma.

Dushaun Henderson, 24 ára, er talinn vera maðurinn á bak við svindlið að sögn Chicago Tribune. Hann hefur nú verið ákærður fyrir þjófnað og brot á póstlögum. Svindlið fólst í að hann skilaði inn eyðublaði um breytt heimilisfang til bandaríska póstsins. Á eyðublaðinu tók hann fram að UPS væri að flytja höfuðstöðvar sína frá 55 Glenlake Parkway í Atlanta í Georgia til Chicago og það heim til hans. Pósturinn tók við eyðublaðinu og krafði Henderson ekki um frekari upplýsingar eða skilríki.

Skömmu eftir að Henderson skilaði eyðublaðinu inn fór mikið magn af pósti að berast til hans en þessi póstur var stílaður á höfuðstöðvar UPS. Samkvæmt frétt Chicago Tribune var um að ræða mörg þúsund pakka, bréf til stjórnenda UPS, bréf sem innihéldu viðskiptaleyndarmál og greiðslukort fyrir UPS.

Auk þess bárust Henderson margar ávísanir og var hann búinn að innleysa ávísanir fyrir 58.000 dollara þegar hann var handtekinn.

Hann tilkynnti um breytt heimilisfang í október en það var ekki fyrr en um miðjan janúar að öryggisdeild UPS uppgötvaði að hluti af þeim pósti sem átti að berast til höfuðstöðvanna í Georgia endaði í lítilli íbúð í Chicago.

Eftir að upp komst um málið skýrðu starfsmenn bandaríska póstsins frá því að skyndilega hafi mikið magn af pósti byrjað að berast til lítillar íbúðar í Chicago. Magnið var svo mikið að það rúmaðist ekki í póstkassanum. Af þeim sökum var aukapóstkassi settur upp svo hægt væri að koma öllum bréfunum og pökkunum fyrir.

Við leit heima hjá Henderson fundust rúmlega 3.000 bréf og pakkar.

Henderson neitar sök og segir að einhver hafi greinilega nýtt sér nafn hans til svikastarfseminnar. Ákæruvaldið leggur þó ekki trúnað á þennan framburð hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?