fbpx
Pressan

Telja sig hafa leyst gátuna um hvarf flugs MH370 – „Þetta var vel skipulagt“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 07:50

Vél frá Malaysia Airlines.

Sérfræðingar telja sig hafa leyst gátuna um örlög flugs MH370 frá Malaysian Airlens sem hvarf í mars 2014 þegar vélin var á leið frá Malasíu til Kína. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Málið er eitt það dularfyllst sem upp hefur komið í flugheiminum frá upphafi og lítið hefur verið vitað um örlög vélarinnar sem var af gerðinni Boeing 777.

Hópur sérfræðinga hefur unnið að rannsókn málsins og umfangsmikil leit hefur farið fram að vélinni í Indlandshafi og víðar á undanförnum misserum. Smávegis brak úr vélinni hefur fundist en það hefur ekki orðið til þess að hún hafi fundist.

Samkvæmt fréttum ýmissa erlendra fjölmiðla þá telur sérfræðingahópur sig nú hafa leyst gátuna um hvarf vélarinnar. Haft er eftir Larry Vance, fyrrum rannsakanda hjá kanadískum samgönguyfirvöldum, að það sé vaxandi samhljómur meðal sérfræðinga um hvað gerðist á síðustu stundum flugsins.

Vance og aðrir sérfræðingar í sérfræðingahópnum eru sammála um að flug MH370 hafi horfið og farist því flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, hafi ætlað sér að fremja sjálfsvíg. Sérfræðingarnir telja að Shah hafi valið afskekkta og einangraða flugleið þannig að hann gæti látið vélina hverfa. Hann hafi af ásettu ráði forðast ratsjár á lokastundum flugsins.

Simon Hardy, flugmaður á Boeing 777 vélum, segir að Shah hafi tekist að sneiða hjá ratsjám taílenska og malasíska hersins. Hann segir að Shah hafi flogið vélinni eftir landamærum ríkjanna þannig að hún fór sitt á hvað inn á yfirráðasvæði þeirra. Þannig hafi honum tekist að forðast ratsjár herja ríkjanna með þessu.

John Dawson, lögmaður fjölskyldna níu farþega sem voru í vélinni, segir að gögn bendi til þess að einhver úr áhöfn vélarinnar beri ábyrgð á hvarfi hennar. Sterkar vísbendingar séu um að svo hafi verið.

„Líklegast var lokað fyrir súrefnisstreymið, farþegarnir köfnuðu, þetta var morð af yfirlögðu ráði. Þetta var vel skipulagt.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein