fbpx
Pressan

Alden Ehrenreich deilir erfiðri minningu: Sá föður sinn stunginn til dauða 8 ára gamall

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 13:08

Upprennandi leikarinn Alden Ehrenreich hefur lengi glímt við erfiða æskuminningu, en henni segir hann frá í samtali við fréttamiðilinn The Sun.

Leikarinn var aðeins átta ára gamall þegar hann varð vitni af atviki sem gerðist um hátíðarbil í desember 1997, þegar faðir hans, Mark Ehrenreich, var stunginn af bróður sínum, Edward.

Kvöld eitt voru þeir feðgarnir Mark og Alden á leiðinni til til þess að sækja Edward. Þegar komið var á áfangastað segir Alden að frændi sinn hafi verið undir áhrifum vímuefna, en Edward hafði lengi glímt við geðklofaröskun. Við komu réðst hann á Mark með eldhúshníf og sagðist vera hvattur til þess af röddunum sem hann heyrði í hausnum.

Risti of djúpt

Eftir árásina náði Mark að keyra af stað á næstu bensínstöð, sárkvalinn og blóðugur, og náði þar að hringja í yfirvöld. Þegar hann var loks fluttur á sjúkrahús lést hann af völdum sára sinna.

Fréttamiðillinn hafði þá samband við Nicholas Benedict (73), frænda leikarans, sem sagðist ekki hafa rætt við né hitt Alden síðan jarðarför föður hans fóru fram. „Þetta hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir svona ungan pilt til að sjá,“ segir hann. „Þessi saga er ótrúlega sorgleg. Þegar Edward var yngri sóttist hann mikið í LSD og fór það alveg með hann og ruglaði í honum.“

Hér sést Alden staddur á frumsýningu með móður sinni, Sari.

Ehrenrich hefur á annan veg verið að skjótast hratt upp stjörnuhimininn og með nóg framundan. Hann fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Solo: A Star Wars Story, þar sem hann bregður sér í hlutverkið sem Harrison Ford gerði sögulegt um margra ára bil.

Alden með hetjunni sinni og fyrirmynd, Harrison Ford.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein