fbpx
Pressan

Bill Cosby verður dæmdur í september – Fær líklega hátt í tíu ára fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 18:30

Bandaríski leikarinn Bill Cosby verður dæmdur í fangelsi þann 24. September næstkomandi, tæpum fimm mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Cosby, sem verður 81 árs í sumar, má búast við því að fá allt að tíu ára fangelsisdóm.

Þetta kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar en lögmenn leikarans höfðu beðið dómarann í málinu, Steven O‘Neill, til að fresta dómsuppsögunni þar til í lok árs.

Cosby var sakfelldur fyrir þrjú brot og er refsiramminn fyrir þau brot sem hann var sakfelldur fyrir fimm til tíu ára fangelsi.

Það var þann 26. Apríl síðastliðinn sem Cosby var sakfelldur en síðan þá hefur hann dvalið í stofufangelsi á heimili sínu í Philadelphia. Hann hefur ekkert tjáð sig um sakfellinguna.

Cosby þarf að vera með ökklaband á sér og þá má hann ekki yfirgefa heimili sitt nema fá til þess leyfi frá dómara. Sakfellingin mun einnig gera það að verkum að Cosby fer á skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein