fbpx
Pressan

Facebook getur séð hvort þú er öfgamaður eða samkynhneigður – Geta gert það sama og Cambridge Analytica

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 06:48

Á meðan þú vafrar um netheima nýtir Facebook tímann til að búa til ítarlegan prófíl um þig, þar á meðal viðkvæm persónuleg atriði. Samkynhneigð, öfgahyggja, ótti og þráhyggja geta verið meðal þeirra lykilorða sem Facebook notar til að greina notendur sína og flokka þá. Auk þessara orða er einnig notast við saklausari orð og hugtök, til dæmis hvort fólk er hrifið af blómum, hvort það kaupir fatnað á netinu eða á börn.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR) sem kannaði hvernig Facebook safnar þessum upplýsingum hjá dönskum notendum samfélagsmiðilsins. Ekki er ástæða til að ætla annað en að Facebook noti sömu aðferðir við gagnaöflun um íslenska notendur samfélagsmiðilsins.

DR hefur eftir Benjamin Rud Elberth, sérfræðingi í samfélagsmiðlum, að vandinn við þetta sé að notendur viti ekki af hverju Facebook setur þá í ákveðna flokka, svokallaða áhugaflokka. Þessir flokkar eru síðan notaðir til að beina auglýsingum, sem þykja eiga erindi við viðkomandi notanda, inn á Facebooksíðu fólks. Elberth sagði einnig að fólk viti einnig ekki hvernig Facebook safnar þessum gögnum og til hvers þau eru notuð, það hafi alltaf verið eins og lokuð bók hjá fyrirtækinu.

Facebook segir þessa upplýsingasöfnun vera gerða til að vita hvaða auglýsingum eigi að beina að hverjum notanda. Áhugaflokkarnir, sem fólk er flokkað í, eru sagðir byggja á því sem fólk gerir á Facebook og ýmsu öðru. Elberth benti á að það væri ómögulegt að vita hvað væri átt við með „ýmsu öðru“ og það væri punkturinn í þessu öllu. Það væri viðskiptaleyndarmál sem Facebook gætir vel.

Mikael Lemberg, sem starfaði áður hjá auglýsingadeild Facebook á Írlandi en á nú fyrirtækið falcon.io sem starfar með auglýsingadeild Facebook, sagði að áhugaflokkarnir væru myndaðir á grunni þess sem fólk „líkar“ við á Facebook og tjáir sig um. Auk þess sé byggt á þeim persónuupplýsingum sem fólk setur sjálft inn og síðast en ekki síst á notkun fólks á öðrum vefsíðum og öppum en Facebook ef þau eru með eftirlitskerfi Facebook innbyggt.

Það þarf því ekki að vera á Facebook til að Facebook fylgist með þér, það er nóg að vera að vefsíðum eða nota app sem er með innbyggt eftirlitskerfi frá Facebook.

Facebook hefur verið töluvert í umræðunni eftir að upp komst að Cambridge Analytica hefði komist yfir upplýsingar um 87 milljónir notenda Facebook og hafi notað þær til markvissrar markaðssetningar. Elberth sagði að af umræðum um þetta mál hafi mátt skilja hlutina sem svo að Cambridge Analytica væri með einhverja töfraformúlu en svo væri nú ekki. Það sem Cambridge Analytica gat og gerði sá nákvæmlega það sama og Facebook geri í upplýsingaöflun sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein