fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fundu dularfullan kassa þegar þau grófu upp tré í garðinum – fengu vægt áfall þegar þau sáu innihaldið

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hjón á Staten Island í New York, Matthew og Maria Colonna, hafi rekið upp stór augu þegar þau rákust á dularfullan kassa þegar þau voru að taka til í garðinum hjá sér á dögunum.

Þannig er mál með vexti að Maria og Matthew voru að grafa upp tré í garðinum þegar þau komu niður á kassann sem búið var að grafa niður. Í fyrstu töldu þau að um væri að ræða einhverskonar kassa með raflögnum en svo reyndist aldeilis ekki vera.

Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða peningaskáp sem innihélt 52 þúsund Bandaríkjadali í peningum, um fimm milljónir króna. Þá innihélt kassinn ýmsa skartgripi úr demöntum og gulli, hringa í tugatali svo dæmi sé tekið.

Í kassanum var einnig lítill miði með heimilisfangi á og við skoðun á miðanum áttuðu Matthew og Maria sig á að hann tengdist húsi skammt frá þeim. Þau ákváðu að heimsækja nágranna sína og þá kom á daginn að þau hefðu orðið fyrir barðinu á bíræfnum þjófum árið 2011.

Brotist var inn á heimili nágrannanna þar sem peningaskápnum var meðal annars stolið. Lögreglan í New York staðfesti svo að þau hefðu tilkynnt að skápurinn hefði horfið árið 2011 og þau væru réttmætir eigendur þess sem í honum var.

Matthew og Maria skiluðu því skápnum í réttar hendur. Maria segir að þau hjónin hafi fengið spurningar um það hvers vegna þau skiluðu honum. „Það var aldrei nein spurning. Við áttum hann ekki,“ segir Maria.

Lögregla telur ekki ólíklegt að þjófarnir hafi á sínum tíma átt í erfiðleikum með að flytja skápinn með sér og gripið til þess ráðs að grafa hann. Eitthvað varð þó til þess að þeir vitjuðu hans ekki aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta