fbpx
Pressan

Hvarf sporlaust eftir innbrot 1970 – Hvar er hann?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 07:07

Jimmy Johansen.

Aðfaranótt 23. september 1970 braust Jimmy Johan Johansen inn í bílavöruverslunina Auto Grip í Osló. Þrír aðrir voru með honum þessa nótt. Þeir stálu vörum að verðmæti 350.000 norskra króna á þáverandi verðlagi en það svarar til um 3,5 milljóna norskra króna í dag.

Fjórmenningarnir seldu þekktum afbrotamanni vörurnar en hann var þekktur fyrir að kaupa þýfi. Samkvæmt lögregluskýrslum fékk Jimmy aðeins 2.000 krónur í sinn hlut og það var hann ósáttur við. Í samtali við TV2 sagði Rolf Toli, góður vinur Jimmy, að þegar Jimmy hafi lesið um þjófnaðinn í blöðum hafi hann orðið mjög reiður þegar hann sá hvert verðmæti þýfisins var. Hann hafi hótað kaupandanum að segja lögreglunni frá málinu ef hann fengi ekki meiri peninga.

Skömmu síðar hvarf Jimmy en það var Rolf sem tilkynnti um hvarf hans þegar hann hafði ekki heyrt í honum í nokkurn tíma.

„Við leituðum að honum á stöðum þar sem hann var vanur að halda sig en við fundum engin spor eftir hann. Það var heldur enginn sem vissi hvar hann var.“

Sagði Rolf sem sagði Jimmy vera góðan dreng sem fannst gaman að vera með vinum sínum og spila á gítar. Hann hafi þó tekið þátt í ýmsu miður góðu eins og til dæmis þessu innbroti. Hann hafi þó ekki átt skilið að vera drepinn.

Hvarf Jimmy varð ein stærsta ráðgáta norskrar glæpasögu á síðari tímum. Lögreglan gekk fljótlega út frá að hann hefði verið myrtur en fann ekki lík hans eða staðinn þar sem hann var drepinn.

Þegar leið að fyrningarfresti málsins 1995 gerði lögreglan nýja tilraun til að finna Jimmy og var mikil vinna lögð í málið. Grafið var á mörgum stöðum þar sem talið var að lík hans gæti verið en ekkert fannst. Frank Robert Holst stýrði rannsókninni. TV2 hefur eftir honum að lögreglan hafi verið þess fullviss að Jimmy hafi verið myrtur.

„Það var ekkert sem benti til að hann hefði látið sig hverfa. Allt benti til að kaupandi þýfisins hefði drepið Jimmy.“

En engin sönnunargögn voru til staðar og ekkert lík. Því hefur enginn hlotið dóm fyrir hið meinta morð á Jimmy.

Í lögregluskýrslum kemur fram að Jimmy hafði mælt sér mót við kaupanda þýfisins. Jimmy var sóttur en hann hafði fengið skilaboð um að hann fengi meiri peninga. Enginn sá hann eftir þetta kvöld en þetta var þann 6. október 1970.

Kaupandi þýfisins lést í lok áttunda áratugarins. Áður en hann lést er hann sagður hafa trúað nokkrum vinum sínum fyrir að hann hafi drepið Jimmy. Einnig sagði hann þeim að annar maður hafi verið viðstaddur morðið.

Lögreglan vill gjarnan ræða við þann mann sem hefur engu að tapa því málið er fyrnt og ekki hægt að gera neinum refsingu fyrir morðið. Nú snúist þetta um að finna líkamsleifar Jimmy svo fjölskylda hans geti jarðsett hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein