fbpx
Pressan

Missti báða fætur á Everest árið 1975 – 43 árum síðar komst hann loks á toppinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 17:00

Þessa dagana er háannatími á Everest, hæsta fjalli heims, og hafa fjölmargir fjallgöngumenn komist á topp fjallsins undanfarna daga.

Einn þeirra er Kínverjinn Xia Boyu sem komst á toppinná mánudag. Þessi 69 ára gamli ofurhugi reyndi fyrst við Everest árið 1975 en þurfti frá að hverfa. Hann fékk slæm kalsár á báða fætur eftir að hafa lánað veikum samferðarmanni sínum svefnpokann sinn. Afleiðingarnar voru þær að fjarlægja þurfti báða fætur hans fyrir neðan ökkla.

Nokkrum árum síðar þurfti að fjarlægja fótleggi hans fyrir neðan hné eftir að hann greindist með eitlaæxli. Þrátt fyrir áföll var Xia ekki af baki dottinn og á undanförnum árum hefur hann í þrígang reynt við toppinn. Snjóflóð og jarðskjálftar settu strik í reikninginn árin 2014 og 2015 og árið 2016, þegar hann var skammt frá toppi fjallsins, skall á óveður sem varð til þess að hann þurfti að snúa við.

En Xia náði markmiðinu í fimmtu tilraun á mánudag og komst á toppinn. „Þetta hefur ávallt verið draumur minn, að komast á Everest,“ segir Xia sem eðli málsins samkvæmt notar gervifætur.

Þetta voru ekki einu tímamótin á Everest á dögunum því Ástralinn Steve Plain setti nýtt heimsmet þegar hann komst á topp Everest. Var hann 117 daga að klífa hæstu tinda heimsálfanna sjö en fyrra metið var 126 dagar. Afrek Plain er athyglisvert í ljósi þess að hann hálsbrotnaði í brimbrettaslysi fyrir fjórum árum. Þegar hann lá á sjúkrahúsi og jafnaði sig eftir slysið setti hann sér markmiðið sem hann síðan náði með miklum glæsibrag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein