fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Saur og myglaður matur á gólfinu – Lögreglumenn höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 18:00

Jonathan Allen og Ina Rogers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannarnir héldu að fjölskyldan væri eins og flestar aðrar fjölskyldur í hverfinu sem er í Fairfield sem er norðaustan við San Francisco. Húsið leit vel út, garðurinn var snyrtilegur. En þegar lögreglan knúði dyra í lok mars trúðu lögreglumenn varla eigin augum.

Gólfin voru þakin af mygluðum mat, mannasaur og rusli. Í barðherberginu var dýraskítur upp um alla veggi. Mikið drasl var á gólfum og erfitt að komast um innandyra. Á þessum ruslahaugum bjó par með 10 börn sín en þau eru á aldrinum fjögurra mánaða til 12 ára.

Lögreglan fór heim til fjölskyldunnar vegna þess að elsti sonurinn hafði hlaupist að heiman fyrr um daginn eftir að tölva var tekin af honum. Hann hafði fundist sofandi undir runna í garði nágrannans. Því hafði lögreglan verið kölluð á vettvang til að fara með hann heim.

Eins og nærri má geta fengu börnin ekki að dvelja lengur í húsinu en lögreglan kom þeim öllum í umsjá barnaverndaryfirvalda. Í framhaldi af samtölum við átta elstu börnin voru foreldrarnir síðan ákærðir fyrir vanrækslu, pyntingar og að stefna lífi og heilsu barnanna í hættu.

LA Times hefur eftir Sharon Henry, saksóknara í Solano sýslu, að henni sé verulega brugðið vegna málsins og því sem börnin hafa sagt frá. Hún sagði að börnin hafi verið pyntuð frá 2014 og að kvalalosti hafi legið að baki pyntingunum.

KTVU hefur eftir Greg Hurlbut, hjá lögreglunni í Fairfield, að hann hafi starfað sem lögreglumaður í 30 ár en hafi aldrei áður þurft að kæra nokkurn fyrir að pynta eigin börn.

Málið byggir ekki eingöngu á því sem lögreglumennirnir sáu eða því sem börnin sögðu. Mörg þeirra voru með stungusár, brunasár og merki eftir högg og skot úr hagla- eða loftbyssu.

Jonathan Allen, 29 ára húðflúrari og faðir átta af börnunum, hefur verið ákærður fyrir sjö tilteknar pyntingar og níu tilfelli vanrækslu. Lögreglan telur að yngsta barnið hafi ekki verið pyntað.

Ina Rogers, 30 ára móðir barnanna tíu, hefur enn sem komið er aðeins verið ákærð fyrir að hafa stofnað börnunum í hættu en saksóknari íhugar að ákæra hana fyrir fleiri brot. Rogers gengur laus og hefur vísað öllum ásökunum á bug og segir málið allt byggt á misskilningi. Húsið hafi verið á hvolfi þegar lögreglan kom því hún hafi verið að leita að týnda syni sínum og hafi hreinlega snúið öllu við og rifið út úr skápum.

Hún sagði að áverkarnir á börnunum væru tilkomnir vegna þess að þau væru börn. Hún sagðist vera „frábær móðir“ og að maðurinn hennar væri „frábær faðir“ en hann situr í gæsluvarðhaldi.

„Það voru engin brotin bein. Engin stór ör. Ekkert.“

Sagði hún um áverka barnanna.

Nágrannar fjölskyldunnar skilja ekkert í því af hverju þeir vissu ekki hversu mörg börn bjuggu í húsinu. Þau fengu heimakennslu og sáust aldrei utanhúss. Börnin sváfu öll í einu herbergi en foreldrarnir höfðu þrjú svefnherbergi til umráða sem þau nýttu til svefns, hugleiðslu og eitt var leikherbergi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“