Pressan

Telja að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka enn meira

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 05:58

Leiguverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu mun væntanlega hækka enn frekar á næstunni en það hefur ekki fylgt kaupverði fasteigna að undanförnu. Þetta segir Ari Skúlason sérfræðingur hjá Landsbankanum. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, tekur undir þetta og segir tengsl vera á milli leiguverðs og kaupverðs.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Ólafi að spáð sé 6-9 prósent hækkun fasteignaverðs á þessu ári. Í fyrra hafi kaupverð hækkað hraðar en leiguverð og því eigi ekki að koma á óvart að leiguverð hækki hraðar en kaupverð á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Raflost hefst í dag