Pressan

Þekktur og alræmdur ISIS-böðull gómaður

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 16:30

Leiðtogi innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, Saddam al-Jamal, er einn fimm hátt settra meðlima samtakanna sem hafa verið handsamaðir á undanförnum dögum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnt um handtökurnar í síðustu viku en útskýrði þær ekki frekar.

Saddam þessi er alræmdur böðull og hann er til dæmis talinn hafa skipulagt hrottafengið morð á jórdönskum flugmanni árið 2015. ISIS-samtökin birtu myndband af manninum, Muath al-Kasasbeh, þar sem hann var innilokaður í búri. Búið var að hella eldsneyti yfir hann áður en eldur var borinn að.

Jórdanski flugmaðurinn var flugmaður orrustuþotu sem var skotin niður yfir Sýrlandi í desember 2014. Í febrúar 2015 birtist myndbandið af aftökunni.

Yfirvöld í Írak sögðu að fimmmenningarnir sem voru handteknir á dögunum hafi verið í hópi þeirra sem hvað mest áhersla var lögð á að handsama.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Raflost hefst í dag