Pressan

Bretar hyggjast vopna fleiri lögreglumenn til að geta brugðist við hryðjuverkaógn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 18:30

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Bresk yfirvöld vilja vopna fleiri lögreglumenn en tíðkast hefur fram að þessu. Meðal hugmynda eru uppi er að vopna fleiri lögreglumenn á afskekktum svæðum þar sem löng bið er eftir vopnuðum sérsveitarmönnum. Einnig er rætt um að auðvelda aðgengi lögreglumanna að skotvopnum. Þessar fyrirætlanir eru tilkomnar vegna hryðjuverkaógnar en einnig til að gera lögreglumenn betur í stakk búna til að bregðast við stórum atburðum um allt land.

Vopnuðum lögreglumönnum hefur verið fjölgað á undanförnum árum en enn vantar um 100 lögreglumenn sérþjálfaða í baráttu gegn hryðjuverkum. The Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglustjórar segi að verið sé að íhuga þessar róttæku breytingar á vopnaburði breskra lögreglumanna til að hægt sé að bregðast nægilega fljótt við á svæðum þar sem löng bið er eftir sérsveitum lögreglunnar.

Haft er eftir yfirmanni þeirrar deildar breska ríkislögreglustjórans sem fer með stjórn vopnaðra lögreglumanna að umræða um þetta fari nú fram. Hann sagðist þess fullviss að viðbragðstími vopnaðrar lögreglu í Lundúnum, Birmingham, Manchester og öðrum stórum borgum sé góður en þegar komið sé út í dreifðari byggðir sé staðan önnur og biðin eftir aðstoð sé mun lengri.

Nú eru um 6.500 breskir lögreglumenn vopnaðir en voru aðeins 874 fyrir tveimur árum.  Auk þeirra eru 3.300 vopnaðir lögreglumenn til viðbótar hjá the British Transport Police, Civil Nuclear Constalbulary og Ministry of Defence Police. Þessa lögreglumenn er hægt að senda á vettvang þegar stórir atburðir krefjast fleiri vopnaðra lögreglumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Stefán Karl er látinn

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann
Pressan
Í gær

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum
Pressan
Í gær

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð