fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Innbrotsþjófar börðu Fjölni og deyfðu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 07:35

Fjölnir. Mynd:Facebook/Sallie Nielsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gær lentum við í hræðilegri lífsreynslu. Brotist var inn á heimili okkar á meðan hundurinn Fjölnir var einn heima. Ég fór síðust að heiman klukkan 9.45 og kom heim klukkan 14.15. Ég undraðist að Fjölnir gelti ekki eins og hann er vanur þegar ég loka bílnum. Ég hélt því að kærastinn minn væri kominn heim. Útidyrnar voru ekki læstar. Þegar ég opnaði þær tók sljór hundur á móti mér, niðurlútur og með skottið niðri. Ég sá að eldhúsið var í rúst og hugsaði með mér: „Hættu nú alveg Fjölnir, þú hefur skemmt þér.“

Svona hefst Facebookfærsla Sallie Nielsen, sem býr í Esbjerg á Jótlandi í Danmörku um skelfilega lífsreynslu hennar og hundsins Fjölnis á mánudaginn. Fjölnir er íslenskur hundur í eigu Sallie og er óhætt að segja að hann hafi lent í miklum hremmingum á mánudaginn.

Brotist var inn á heimili Sallie og unnusta hennar, búið var að róta í öllu og var húsið nánast eins og vígvöllur, svo slæm var umgengnin.

„Það var búið að róta í öllu. Skúffur og skápar voru opnir og innihaldið lá á gólfinu. Búið var að brjóta sparibauka, tæma veski og töskur. Meira að segja öryggishólfið, sem var falið, höfðu þeir fundið og reynt að opna í eldhúsinu. Búið var að róta í lyfjunum okkar og mörg þeirra voru tekin. En það var ekki það versta því þeir höfðu gefið Fjölni okkar eitthvað sljóvgandi og barið hann og sparkað í hann.“

Farið var með Fjölni til dýralæknis sem var ekki í vafa um að hann hefði verið barinn. Hann finnur mikið til við rifbeinin og magann og varð fyrir miklum andlegum áhrifum af ofbeldinu. Dýralæknirinn lét þau fá verkjalyf fyrir Fjölni.

„Elsku litli strákurinn minn. Hann hefur örugglega barist eins og hann gat til að vernda heimilið sitt.“

Skrifaði Sallie og bætti við:

„Þeir geta stolið öllu sem ég á en drullist til að láta hundinn minn í friði.“

Sallie hefur heitið verðlaunum til handa þeim sem getur veitt upplýsingar sem verða til þess að lögreglan geti upplýst málið en brotist var inn á fleiri stöðum í hverfinu hennar þennan dag svo líklegt má teljast að sömu aðilar hafi verið að verki í flestum ef ekki öllum tilvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig