fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Lagði 25 sekúndum of snemma af stað – „Óafsakanlegt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 17:30

Lest frá West Japan Railways. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa ferðast með járnbrautarlestum vita að áætlun þeirra fer oft úr skorðum og þeim seinkar. Ýmislegt getur valdið þessu og ekki alltaf í valdi járnbrautarfélaganna að stýra þessu. Í Japan er mikið lagt upp úr stundvísi og á það einnig við um ferðir járnbrautalesta. Nýlega sendi japanskt járbrautarfélag frá sér afsökunarbeiðni og baðst afsökunar á skelfilegum mistökum sem áttu sér stað hjá félaginu.

Í tilkynningunni segir að það sé algjörlega „óafsakanlegt“ að lest frá fyrirtækinu hafi farið 25 sekúndum of snemma af stað frá einni brautarstöðinni. Ef einhver skyldi hafa misst af þessari lest þá var 6 mínútna bið eftir þeirri næstu.

Samkvæmt frétt SoraNews24 þá bað West Japan Railways fyrirtækið viðskiptavini sína afsökunar á þessu og þeim „miklu óþægindum“ sem þetta gæti hafa valdið þeim.

Lest frá fyrirtækinu lagði af stað frá brautarstöðinni í Shiga klukkan 07.11.35 á föstudaginn en átti ekki að leggja af stað fyrr en klukkan 07.12. Þessi alvarlegu mistök má rekja til þess að lestarstjórinn taldi að lestin ætti að leggja af stað klukkan 07.11 og því lokaði hann dyrunum á þeim tíma. Hann áttaði sig síðan á mistökunum og kíkti því út en sá engan á brautarpallinum og ákvað því að leggja frekar af stað en að opna dyrnar aftur.

En honum hafði yfirsést einn farþegi sem var á brautarpallinum og sá kvartaði við starfsmann félagsins yfir þessari röskun á áætlun. Í yfirlýsingu frá West Japan Railways segir að félagið muni fara ítarlega yfir vinnuferla sína og reyna af öllum mætti að koma í veg fyrir að mistök sem þessi eigi sér aftur stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“