fbpx
Pressan

Lögfræðingur úthúðaði starfsfólki veitingastaðar – Sjáðu myndbandið sem er að gera allt vitlaust

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 12:09

Óhætt er að segja að lögfræðingur einn á Manhattan sé að setja internetið á hliðina eftir að hann náðist á myndband úthúða starfsfólki veitingastaðar í New York.

Starfsfólkið – og raunar einnig einhverjir kúnnar sem urðu fyrir svívirðingunum á umræddum veitingastað – hafði það eitt sér til saka unnið, ef svo má segja, að tala saman á spænsku en ekki ensku. Það fór virkilega í taugarnar á lögfræðingnum sem sagður er heita Aaron Schlossberg í bandarísku pressunni.

Það var eiginmaður spænskumælandi konu á veitingastaðnum sem tók myndbandið upp og birti á netmiðlum. Í myndbandinu sést Aaron henda því fram að líklega sé um að ræða ólöglega innflytjendur, næsta skref fyrir hann sé að hringja í útlendingaeftirlitið og láta „henda fólkinu úr landinu mínu“ eins og hann orðar það.

„Ef þetta fólk hefur nógu mikinn kjark til að koma hingað og lifa á peningunum mínum – ég borga heilbrigðisþjónustuna fyrir þetta fólk – þá er það minnsta sem það getur gert að tala ensku,“ segir hann.

Vaktstjóri á veitingastaðnum sem heitir Fresh Kitchen biður manninn vinsamlegast um að fara sem hann gerir eftir drykklanga stund. Aaron segir við hann að ef hann ætli sér að reka veitingastað á Manhattan þá eigi hann að hafa starfsfólk sem talar ensku, ekki spænsku.

Myndbandið hefur eðlilega hlotið mikil viðbrögð og umtal á netinu síðan það var birt. Hafa netnotendur keppst við að gefa lögfræðistofunni sem Aaron vinnur fyrir lægstu einkunn á opinberri Facebook-síðu hennar.

Fjölmargir hafa látið sig málið varða og einn þeirra er Bill de Blasio, borgarstjóri New York. Hann sagði á Twitter-síðu sinni – og virðist vísa beint í umrætt myndband – að fjölbreytileiki væri einn af styrkleikum New York-borgar. „Þær 8,6 milljónir manna sem kalla New York sína heimaborg tala meira en 200 tungumál – þetta eru allt New York-búar og þeir eru allir velkomnir hér.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein