fbpx
Pressan

Rússar segja að Bretar haldi Skripal-feðginunum föngnum gegn vilja þeirra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 18:00

Yulia Skripal slapp lifandi frá morðtilræðinu.

Rússnesk yfirvöld saka Breta um að halda Skripal-feðginunum föngnum gegn vilja þeirra og benda á að Sergei Skripal sé rússneskur ríkisborgari. Eitrað var fyrir Skripal-feðginunum í Salisbury í mars. Feðginin hafa hafnað allri aðstoð rússneskra yfirvalda vegna málsins enda eru þau væntanlega sama sinnis og bresk stjórnvöld um að það hafi verið rússnesk yfirvöld sem stóðu á bak við banatilræðið.

Sky segir að talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, hafi sagt að Skripal-feðginunum sé haldið gegn vilja þeirra í Bretlandi. Hún lagði einnig áherslu á að Sergei væri rússneskur ríkisborgari þrátt fyrir að hann hafi leitað hælis í Bretlandi þegar upp komst að hann hafði svikið rússnesku leyniþjónustuna og starfað fyrir þá bresku.

Zakharova sagði að rússnesk yfirvöld telji að reynt hafi verið að ráða rússneskan ríkisborgar af dögum og í kjölfarið hafi miklar pólitískar ögranir hafist. Sönnunarbyrðin liggi hjá Bretum í þessu máli. Bretar segi að feðginin hafni allri rússneskri aðstoð og að rússnesk stjórnvöld vilji sjá sannanir þess efnis og gjarnan heyra feðginin segja það.

Novichok taugaeitur var notað til að eitra fyrir feðginunum sem lifðu árásina af, þvert á allar líkur en eitrið er eitt það banvænasta sem til er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Í gær

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Í gær

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvar í systkinaröðinni ert þú? Það getur mótað örlög þín

Hvar í systkinaröðinni ert þú? Það getur mótað örlög þín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex ára drengur fær 5,6 milljarða í bætur vegna læknamistaka

Sex ára drengur fær 5,6 milljarða í bætur vegna læknamistaka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við erum í tómu tjóni þegar kemur að geðheilbrigðismálum

Við erum í tómu tjóni þegar kemur að geðheilbrigðismálum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ælir fólk þegar það er ölvað

Þess vegna ælir fólk þegar það er ölvað