fbpx
Pressan

Sögulegur samningur danskra yfirvalda við Airbnb – Airbnb mun framvegis gefa yfirvöldum upp leigutekjur leigusala

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 08:07

Dönsk yfirvöld hafa samið við Airbnb um að framvegis muni Airbnb veita dönskum skattayfirvöldum upplýsingar um leigutekjur Dana sem leigja út húsnæði í gegnum vef Airbnb. Hingað til hefur Airbnb ekki veitt yfirvöldum neinar upplýsingar um þetta en nú hefur ráðherra skattamála, Karsten Lauritzen, samið við Airbnb fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Á þriðjudaginn tilkynnti ríkisstjórnin að hún hefði náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn, jafnaðarmenn og Radikale um nýjar reglur um útleigu í gegnum Airbnb og hversu mikið leigusalar mega leigja út fyrir áður en þeir þurfa að greiða skatt af leigutekjunum. Einnig var sett þak á fjölda sólarhringa sem má leigja húsnæði út á ári og takmarkast útleigan nú við 70 gistinætur á ári en sveitarfélögum er heimilt að heimila útleigu í allt að 100 daga á ári.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Karsten Lauritzen, ráðherra skattamála, að Airbnb hafi nú fallist á að afhenda skattayfirvöldum gögn um útleigu á húsnæði í Danmörku og sjá til þess að viðskiptavinir fyrirtækisins greiði skatt í Danmörku. Skattamálaráðuneytið segir að líklega sé Danmörk fyrsta ríki heims sem semur við Airbnb um upplýsingagjöf af þessu tagi.

Það hefur hugsanlega ýtt við Airbnb í þessu máli að samkvæmt samkomulaginu frá því á þriðjudaginn eru fyrstu 28.000 krónurnar af skammtímaleigu húsnæðis skattfrjálsar árlega en fyrstu 40.000 krónurnar ef um sumarhús er að ræða. Skattleysismörkin eru þó háð því að útleigufyrirtækin, í þessu tilviki Airbnb, starfi með skattayfirvöldum og upplýsi þau um leigutekjur fólks. Ef það er ekki gert eru skattleysismörkin 11.000 krónur á ári og aðeins má leigja húsnæði út í 30 daga á ári.

Markmiðið með nýjur reglunum og samningnum við Airbnb er að koma í veg fyrir skattsvik og útleigu íbúðarhúsnæðis eins og um hótel sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein