Pressan

Fjórir ungir menn hurfu á dularfullan hátt á 48 klukkustundum – Nú er málið upplýst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. maí 2018 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Það vakti að vonum athygli þegar fjórir ungir karlmenn hurfu á dularfullan hátt á aðeins 48 klukkustundum í Pennsylvania í Bandaríkjunum. Lögreglan hóf að sjálfsögðu rannsókn á málunum og fljótlega beindust sjónir hennar að sveitabýli í Solebury. Eftir fimm daga rannsóknarvinnu og uppgröft á landareigninni  fundust lík mannanna fjögurra.

Þau höfðu verið brennd á báli og síðan falin í olíutanki. Cosmo DiNardo, 21 árs, var handtekinn vegna rannsóknar málsins en býlið er í eigu foreldra hans.

Réttarhöldum í málinu lauk nýlega. NiNardo játaði fyrir dómi að hafa lokkað mennina til býlisins undir því yfirskyni að hann væri með marijúana til sölu. Þegar mennirnir komu til hans skaut hann þá til bana en það var liður í óhugnanlegum fyrirætlunum hans sem virtust eingöngu knúnar áfram af löngun hans til að drepa.

DiNardo samdi við saksóknara og játaði morðin á sig gegn því að hljóta ekki dauðarefsingu. Hann mun þó sitja í fangelsi til æviloka. Þegar Jeffrey Finley, dómari, kvað upp dóm í málinu sagði hann að mannslíf væru greinilega einskis virði í augum DiNardo.

Fórnarlömb DiNardo voru: Dean Finocchiaro 19 ára, Tom Meo 22 ára, Mark Sturgis 22 ára og Jimi Taro Patrick 19 ára.

Foreldrar DiNardo eru vel efnum búin. Hann var þekktur fyrir að nota eiturlyf og á samfélagsmiðlum gerði hann út á að láta líta út fyrir að hann væri afbrotamaður.

Mark Potash, faðir Mark Sturgis, segir DiNardo vera „fullkomið dæmi“ um mann sem byrjar líf sitt á toppnum en endar í ræsinu.

DiNardo hafði glímt við andleg veikindi og tók meðal annars lyf við geðklofa. Fimm mánuðum áður en hann myrti fjórmenningana var hann sviptur rétti til að eiga skotvopn. Samt sem áður hafði hann aðgang að skammbyssu sem tilheyrði foreldrum hans. Hann notaði þessa skammbyssu til að skjóta ungu mennina.

Lögmaður DiNardo segir að skjólstæðingur hans hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann myrti ungu mennina.

„Andleg veikindi eru til, andleg veikindi eru hræðileg og stundum enda þau með hörmungum.“

Sagði lögmaðurinn.

Sean Kratz, 21 árs frændi DiNardo, er einnig ákærður í málinu en hann neitar sök og því verður réttað sérstaklega yfir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur