fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Ótrúlegt mál – Líkkista á flakki – Rangur maður jarðsettur – Flókið milliríkjamál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. maí 2018 06:54

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag funda norskir og pólskir embættismenn um hið undarlegasta mál. Það snýst um hvernig er hægt að koma líkkistu, með líki Øyvind Fredriksen 57 ára, heim til Noregs en kistan og líkið eru í Gdansk. Af einhverjum orsökum flutti SAS flugfélagið kistuna til Póllands frá Osló í stað Mandal en þar átti að jarðsetja Fredriksen.

Hjá SAS er nú verið að rannsaka hvernig stendur á því að kistan var send til Gdans, hvort um mannleg eða tæknileg mistök var að ræða. Norskir fjölmiðlar hafa að vonum fjallað um málið sem er allt hið undarlegasta og auðvitað mjög erfitt fyrir fjölskyldu Fredriksen.

Það er ekki nóg með að kistan hafi verið sett í ranga flugvél á Gardermoen flugvellinum fyrir tveimur viku og send til Póllands því þegar þangað var komið var hún fyrir mistök afhent útfararstofu sem beið eftir kistu frá Noregi en með líki Pólverja í. Útfararstofan tók við kistunni með líki Fredriksen og síðan fór útförin fram og kistan var sett í einhverskonar grafhýsi eftir því sem VG hefur fengið upplýst.

Hjá SAS vinna 20 manns nú að rannsókn á málinu sem er hið vandræðalegasta fyrir flugfélagið. Margar kenningar eru uppi um hvað hafi farið úrskeiðis en ekkert er ljóst í þeim efnum enn sem komið er.

Ein þeirra kenninga sem er verið að kanna er að kista Fredriksen hafi upphaflega verið í vél sem fór til Kristiansand. Þar hafi hlaðmenn ákveðið að láta kistuna vera í vélinni sem var síðan send til Gdansk. Svo vildi til að flytja átti kistu til Gdansk og því er ekki talið útilokað að hlaðmennirnir hafi talið að kista Fredriksen, sem var í vélinni, hafi verið kistan sem átti að fara til Póllands.

Fredriksen lést þann 5. maí í Tromsø en hann hafði óskað eftir að vera jarðsettur í heimabæ sínum Mandal en þar býr sonur hans með fjölskyldu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“