Pressan

Mikil kynlífsiðkun er að gera út af við tegundina

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 15:00

Silver headed antechinus.

Áströlsk yfirvöld hafa nú sett tvær tegundir pokadýra á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Tegundirnar fundust 2013 og nefnast the black tailed dusky antechinus og the silver headed antechinus. Vísindamenn vinna nú í kappi við tímann að því að bjarga tegundunum tveimur frá útrýmingu en það er öfgafull kynlífsiðkun þeirra sem er að gera út af við þær.

Vísindamenn í Queensland segja að dýrin stundi kynlíf í allt að 14 klukkustundir í einu en það auk loftslagsbreytinga, breytinga á landháttum og sjúkdóma á sinn þátt í að tegundirnar eru í útrýmingarhættu.

Sky hefur eftir Andrew Baker, spendýrafræðingi, að dýrin séu hamstola og reyni að stunda kynlíf með hverju dýrinu á fætur öðru á fengitímanum og þetta standi yfir klukkustundum saman og hafi mikil áhrif á dýrin. Þau hrynji bókastaflega sama heilsufarslega á örskömmum tíma á þeim hálfa mánuði sem fengitíminn stendur yfir.

Karldýrin reyna þá tryggja sér eins mörg kvendýr og þau geta og berjast við andstæðinga sína um kvendýrin. Þetta losar um mikið magn testósteróns. Þetta mikla magn testósteróns kemur í veg fyrir að stress hormónar slökkvi á sér en þeir eyðileggja líffæri dýrann og drepa þau á endanum.

Baker uppgötvaði tegundirnar en hann telur að stofnstærð þeirra hafi verið allt að 10 sinnum meiri fyrir nokkrum áratugum. Talið er að nú séu innan við 250 dýr á lífi en þau búa á þremur stöðum í Queensland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn